Sigurður A. Magnússon hefur verið settur á heiðurslaun listamanna – loksins, segja margir.
Sigurður er verðugur launanna fyrir bókmenntastörf sín, bækur sem hann hefur ritað sjálfur og mikið þýðingarstarf.
En hann er orðinn aldraður maður og mun vart njóta launanna lengi – þótt maður óski að svo verði.
En þetta er furðulegur andskoti.
Það er búið að þrátta um hvort Sigurður fái svona laun um langt árabil, Sjálfstæðismenn hafa ekki tekið það í mál – og enn vildu þeir ekki láta hann hafa launin þegar málið var afgreitt í allsherjar- og menntamálanefnd þingsins. Fulltrúi Framsóknarflokksins sat líka hjá – mundi hann kannski ekki að Sigurður ritstýrði Samvinnunni á sínum tíma og gerði það að frábæru tímariti?
Eins og Illugi Jökulsson orðar það – var það bókmenntalegt mat sem þarna réð eða löngu liðnar pólitískar væringar?