fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
Eyjan

Engin bylting, óljós úrslit

Egill Helgason
Föstudaginn 7. maí 2010 16:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar allt kom til alls vildu breskir kjósendur ekki breytingarnar sem höfðu verið boðaðar – í fjölmiðlum, já og í skoðanakönnunum.

Frjálslyndir demókratar unnu alls engan sigur. Langt í frá.

Það er enginn skýr meirihluti í breska þinginu, en Frjálslyndir eru í þeirri stöðu að þeir geta ekki stutt aðra en Íhaldsflokkinn. Stjórn með Verkamannaflokknum myndi ekki einu sinni hafa þingmeirihluta.

Og þannig er það að takmarkað sem Nick Clegg getur heimtað af David Cameron. Spurningin er hvort útkoman verður samsteypustjórn þar sem einhverjir af þingmönnum Frjálslyndra fá ráðherraembætti eða hvort Íhaldsflokkurinn myndar minnihlutastjórn gegn því að hafa samráð við Frjálslynda um lagasetningu.

Eton drengirnir eru að komast til valda í Bretlandi, Cameron sjálfur,  milljarðamæringurinn og umhverfissinninn Zac Goldsmith sem vann nauman sigur í kjördæminu Richmond Park, og fleiri úr innstu sveit formannsins.

Blaðamaðurinn Nick Cohen skrifaði ágæta bók um þetta sem nefnist Waiting for the Etonians. Þar veltir hann fyrir sér þeirri staðreynd að eftir þrettán ára vinstri stjórn í Bretlandi velji kjósendur menn úr gömlu yfirstéttinni til að stjórna landinu.

En sigurinn var samt ekki stór, og framtíðin óviss í Bretlandi, þar sem fjárlagahalli er nú sagður vera sá mesti í Evrópu, meiri en í Grikklandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“