Lárentsínus Kristjánsson er undarlegur formaður skilanefndar Landsbankans – bankans sem hefur valið Íslendingum þyngri búsifjum en aðrir.
Hann passar upp á það ásamt Ásmundi bankastjóra að allt sé lok og læs í bankanum, helst engar upplýsingar berist þaðan.
Hann er líka formaður lögmannafélagsins og veittist sem slíkur að Evu Joly í fyrra, þar talaði hann um hið svokallaða bankahrun.
Nú er Lárentínus aftur kominn á stúfana og hefur mestar áhyggjur af því að gerðar séu húsleitir á lögmannsstofum og að lögfræðingar geti ekki fengið að þegja nóg yfir leyndarmálum skjólstæðinga sinna.
Embætti sérstaks saksóknara mun ganga mjög treglega að fá upplýsingar hjá skilanefndum, sérstaklega skilanefnd Landsbankans. Þaðan þarf að toga allt með töngum, ef það þá fæst yfirleitt afhent. Samkvæmt heimildum stendur skilanefnd Glitnis sig ögn betur, en skilanefnd Kaupþings mun sinna upplýsingagjöfinni til ákæruvaldsins best.