Besti flokkurinn fær ótrúlega mikið fylgi í Reykjavík.
En hvað þá með hin sveitarfélögin? Hafnarfjörð, Kópavog, Akureyri, Keflavík, Ísafjörð?
Verða ekki Besta flokks framboð þar líka? Eða eitthvað í þeim dúr?
Það er ekki beint eins og gömlu flokkarnir séu traustari þar en í höfðuðborginni.
En maður býst kannski ekki við þessu á Seltjarnarnesi eða í Garðabæ, því eins og sagt hefur verið væri hægt að setja kartöflupoka í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn þar og hann myndi samt vinna.