Der Spiegel birtir grein um skuldakreppuna á Evrusvæðinu sem er í raun partur af hinum ofboðslega vexti sem hefur hlaupið í skuldir ríkja út um allan heim, í Evrópu, Bandaríkjunum – já, og á Íslandi.
Grikkland er nú komið í gjörgæslu hjá ESB og AGS – kunningi okkar Íslendinga, Paul Thomsen er mættur þangað – en nú er spurt hvaða land falli næst. Meira að segja hin voldugu Bandaríki eru ekki óhult.
Ég mæli sterklega með þessari úttekt þýska blaðsins – besta fréttatímarits í heimi. Greinin er á ensku.