Hið sérstaka samband Bretlands og Bandaríkjanna hefur síðari árin aðallega birst í algjörum undirlægjuhætti bresku stjórnarinnar gagnvart Bandaríkjunum. Harold Wilson mátti eiga að hann vildi ekki senda breska hermenn til Víetnam. En á tíma Thatcher og Blair varð undirgefnin fullkomin.
Utanríkismálanefnd breska þingsins fjallaði um þetta í vetur og hvatti til þess að þetta samband yrði endurskoðað; nefndin varaði við þessu orðalagi og taldi að Bretar þyrftu að sýna Bandaríkjunum meiri mótstöðu á alþjóðavettvangi.
En breskum ráðherrum finnst gaman að fá að koma til Washington og fá myndir af sér með valdamönnum þar og klapp á bakið fyrir hvað þeir eru sérstakir. Svoleiðis mynd var tekin af William Hague og Hillary Clinton í dag.
En ef Bandaríkin eiga í sérstöku sambandi við eitthvert ríki núorðið, þá er það auðvitað Kína – sem í raun heldur bandaríska hagkerfinu gangandi.