fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
Eyjan

Kroll

Egill Helgason
Miðvikudaginn 12. maí 2010 12:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðan í maí 2009 hefur skilanefnd Glitnis notið aðstoðar þekkts fyrirtækis sem fæst við alþjóðlegar fjármálarannsóknir, Kroll að nafni. Fyrirtækið hefur mikla reynslu af fjármálabrotum og hruni fyrirtækja og því að rekja slóð peninga. Bak við þetta eru náttúrlega erlendir kröfuhafar sem ætla ekki að láta það óátalið að tapa milljörðum á milljarða ofan.

Nú hefur verið lögð upp einhvers konar strategía þar sem er sótt er að eigendum og stjórnendum Glitnis út um allan heim. Tilgangurinn er væntanlega að reyna að endurheimta sem mesta fjármuni. Maður spyr að hve miklu leyti Kroll sé þarna að baki?

Jón Ásgeir telur greinilega að svo sé og segir í viðtali við eftirlætisfjölmiðil sinn, Pressuna, að Kroll og skilanefndin hafi tekið íslenskt réttarfar í sínar hendur.

En málið hefur líka aðra hlið sem snýr að saksókn á Íslandi. Þessi málarekstur skilanefndarinnar breytir náttúrlega engu um það.

Við því er að búast að röðin komi að Glitnismönnum hjá sérstökum saksóknara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“