Þá er það semsagt orðið opinbert: Sigurður Einarsson er á flótta undan lögreglunni.
Hann neitar að koma til Íslands frá Bretlandi til að svara til saka – og segist ekki ætla að taka þátt í „leikriti“.
Nú er spurningin hvort hann fæst framseldur frá Bretlandi? Ef ekki, hvort hann geti þá ferðast út fyrir Bretland án þess að eiga á hættu að vera handtekinn?
Það er líka spurning með félaga hans úr bankanum sem hafa verið handteknir: Hann er varla að gera þeim mikinn greiða með þessu.