Hér er önnur bomba:
Skilanefnd Glitnis höfðar mál á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og öðrum eigendum bankans fyrir stórfelld fjársvik – fyrir að hafa mergsogið hann og beint peningunum fallandi fyrirtæki sín. Endurskoðunarfyrirtækið PricewaterhouseCoopers er líka aðili að málinu. Upphæðin sem er nefnd er tveir milljarðar Bandaríkjadala, nærri 260 milljarðar íslenskra króna.
Jóni Ásgeiri og félögum er stefnt í New York – eins og segir á vef Bloomberg fréttastofunnar.