Nú veit ég ekki hvort það breytir miklu að úrskurður Hæstaréttar í málum Kaupþingsmanna skuli hafa lekið.
En það er greinilegt að saksóknari vildi ekki að þetta gerðist.
Þetta getur varla verið flókið mál. Það eru varla nema örfáir einstaklingar sem geta hafa lekið þessu.
En sakargiftirnar eru merkilegar. Þarna er lýst stórfelldri markaðsmisnotkun, eilífri viðleitni til að falsa hlutabréfaverð.
Og þarna kemur líka fram það var enn verið að veita risalán til vildarvina eftir að setningu neyðarlaganna og eftir að Seðlabankinn veitti Kaupþingi 500 milljóna evra neyðarlán.
Allt þetta virkar furðu ósvífið.