fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Eyjan

Uppsögn vegna forsíðu

Egill Helgason
Fimmtudaginn 29. apríl 2010 11:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um daginn skrifaði ég að ég teldi að fyrirsögnin á forsíðu Moggans daginn eftir að skýrsla rannsóknarnefndar kom út hefði í raun verið samin áður en skýrslan birtist.

Ég viðukenni að ég byggði þetta á tilfinningu, því sem kallast gut feeling, eftir áratuga starf í blaðamennsku.

Nú er komið á daginn að þetta var rétt. Blaðamaður á Morgunblaðinu segir upp starfi sínu vegna ágreinings á ritstjórninni um forsíðu þessa tölublaðs.

Fimmdálka fyrirsögnin var svohljóðandi:

Ábyrgðin er bankanna!

Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, blaðakonan sem sagði upp, segir um annan ritstjóra Morgunblaðsins:

„Hins vegar skildi ég ekki ástæður þess að hann vildi ekki fjalla með ítarlegri hætti um vanræslu stjórnmála- og embættismanna á forsíðunni en ákvað að lúta því. Það fauk í mig þegar aðstoðarritstjóri og yfirmaður menningarmála komu og reyndu að sannfæra mig um að ákvörðun Haraldar og fréttamat væri rétt.“

Annars virkar eignarhaldið á stóru blöðunum hér sífellt ankanalegra – ekki síst eftir birtingu skýrslunnar miklu – þau eru í eigu fámennra en  harðsvíraðra hagsmunahópa, sem er algjörlega á skjön við kröfur um gegnsæi og lýðræði sem eru uppi í samfélaginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga United
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar