fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Eyjan

Þýskur hofmóður og krísa evrunnar

Egill Helgason
Miðvikudaginn 28. apríl 2010 14:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hagfræðingurinn Gustav A. Horn skrifar í Der Spiegel og segir að hik þýsku ríkisstjórnarinnar við að aðstoða Grikki hafi verið mikil mistök sem muni meðal annars orsaka að það verði dýrara en ella að koma gríska ríkinu til hjálpar, bæði fyrir Evrópuríkin og fyrir gríska borgara. Ráðleysi þýsku stjórnarinnar og dramb – sem helgaðist meðal annars af mikilli hatursherferð í götublöðum eins og Bild – virki svo eins og standandi veisluboð fyrir spákaupmenn og vogunarsjóði, og geti líka teflt stöðugleika á Spáni, Portúgal í tvísýnu. Nú sé dýrara og erfiðara að leysa vandann ef hann hefði verið tekinn föstum tökum í upphafi. Grísk skuldabréf eru komin í ruslflokk og álag snarhækkar á skuldir Portúgala og Spánverja. Og enn ráða hin ærulausu matsfyrirtæki á ferðinni.

Fyrir Íslendinga hlýtur þetta að vekja upp margar spurningar: Evran er í krísu. Hún fer lækkandi, sem í sjálfu sér er ágætt fyrir Íslendinga. En er einhver hvati fyrir okkur að vilja taka upp þennan gjaldmiðil eins og aðstæður eru nú – og kannski þá ekki síst í ljósi þess hofmóðar sem hefur einkennt viðbrögð Þjóðverja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?