fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Eyjan

Raforkusala á pólitískum forsendum

Egill Helgason
Miðvikudaginn 28. apríl 2010 12:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ýmsar stórar fréttir falla í skuggann þessa dagana. Meðal annars þegar Landsvirkjun upplýsti um raforkuverð til stóriðju um miðjan þennan mánuð. Orkubloggarinn Ketill Sigurjónsson – sem var gestur í síðasta Silfri – fjallar um þetta á heimasíðu sinni:

— — —

„Það er því miður svo að íslensku orkufyrirtækin hafa lengst af selt raforkuna á afar lágu verði til álveranna. Þetta birtist okkur skýrt og greinilega í gögnum sem kynnt voru á  stórmerkum fundi Landsvirkjunar fyrir um viku síðan.

Þar var þjóðinni loksins sýnt svart á hvítu að frá árinu 2002 hefur raforkuverð Landsvirkjunar til stóriðjunnar hér á Íslandi verið talsvert mikið lægra en sem nemur meðalraforkuverði til slíkra fyrirtækja í heiminum. Það er meira að segja svo, að Landsvirkjun hefur verið að fá minna fyrir raforkuna heldur en sum álver í svörtustu Afríku greiða fyrir vatnsaflið þar.

T.d. greiða bæði álver í Ghana og Kamerún nú hærra raforkuverð heldur en álbræðslurnar á Íslandi. Og það þrátt fyrir að Ísland bjóði upp á mjög traust og stöðugt raforkuframboð (öfugt við það sem gerist í Afríku). Og þrátt fyrir að hér ríki sterkt lýðræði og pólitískur stöðugleiki, sem álfyrirtækin meta mikils. Jamm – þrátt fyrir marga góða kosti við að staðsetja álver á Íslandi, þá hafa íslensku orkufyrirtækin fallist á að útvega álbræðslunum raforku á ennþá lægra verði en gengur og gerist víða í Afríku. Fyrir vikið eru álfyrirtækin á Íslandi einhver þau allra hagkvæmustu í veröldinni. Sennilega eru allt að 75% allra álfyrirtækja heimsins með lakari afkomu en íslensku álbræðslurnar – en lifa samt þokkalega góðu lífi!“

Og Ketill segir ennfremur:

„Eina skýringin sem virðist koma til greina er sú að stóriðju- og raforkustefna íslenskra stjórnvalda hafi einfaldlega ekki byggst á forsendum rekstrar og arðsemi. Heldur á einhverjum óáþreifanlegum pólitískum forsendum. Þar sem ríkisvaldið hefur fyrst og fremst horft til þess að koma á umfangsmiklum framkvæmdum; virkjanaframkvæmdum án tillits til þess hvaða arðsemiskröfu sé eðlilegt að gera til slíkra verkefna til lengri tíma litið.

Þó svo virkjanir Landsvirkjunar – og vonandi líka annarra orkufyrirtækja hér á landi – hafi almennt skilað hagnaði, er afar vafasamt að nota um þær frasann ferlega. Þann að virkjanirnar „mali okkur gull“. Samanburðurinn sýnir að við höfum verið að undirverðleggja raforkuna til stóriðjunnar. Gott ef arðsemin hefði ekki orðið mun meiri ef einfaldlega hefði verið fjárfest í traustum erlendum ríkisskuldabréfum!

Það er vart ofsagt að virkjana- og stóriðjustefna íslenskra stjórnvalda síðustu áratugina hafi fyrst og fremst stjórnast af tilviljanakenndum draumum stjórnmálamanna, þar sem byggðastefna og verktakablöðruframkvæmdir hafa ráðið ríkjum. Kannski varla við öðru að búast, þegar haft er í huga að stjórn Landsvirkjunar er pólitísk, auk þess sem fyrirtækið var um árabil undir stjórn stjórnmálamanns, með nákvæmlega enga reynslu af rekstri stórra fyrirtækja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?