Ég hef lengi haft þá kenningu að Baugsliðið og hópurinn sem hefur verið kallaður náhirð (tek fram að ég vil helst ekki nota þetta heiti) séu í raun tvær hliðar á sama peningnum.
Það er til dæmis merkilegt að menn úr síðari hópnum hafa léttilega getað fært sig yfir í þann fyrri. Leiðin hefur kannski ekki legið í hina áttina, enda ögn þrengra hliðið þar.
Og hvað varðar viðhorfin til lífsins og tilverunnar –“græða á daginn, grilla á kvöldin“ – þá eru þau ósköp svipuð eins og Stefán Snævarr rekur í snjöllum pistli.