Nú eru Borgarleikhúsið og Vesturport að setja upp hinn sígilda sjónleik Fást eftir Goethe. Og sagt að þetta sé mikið sjónarspil – með tónlist eftir sjálfan Nick Cave.
Rifjast þá upp fyrir mér að þetta er ekki í fyrsta sinn að djarfleg útgáfa af Fást er á fjölunum í íslensku leikhúsi.
Eða var það ekki í kringum 1970 að Þjóðleikhúsið setti upp Fást með tónlist eftir hljómsveitina Trúbrot?
Og voru ekki nektaratriði í þeirri sýningu sem vöktu hneykslun – í atriðinu á Valborgarmessu?
Ég sá ekki sýninguna, var bara lítill strákur, svo einhverjir muna þetta betur en ég.