fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Sigrún: Ólán nauðasamninga

Egill Helgason
Fimmtudaginn 14. janúar 2010 12:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigrún Davíðsdóttir fjallar um nauðasamninga í pistli á Rúv. Félög eins og FL Group, Exista og Eimskip sigla inn í nauðasamninga, kröfuhafar, oft lífeyrissjóðir, samþykkja þar með að slegið sé striki yfir fortíðina, segir Sigrún. Pistillinn er í heild sinni hérna.

— — —

„Nú virðist sýnt að Exista fái nauðasamninga. Eins og einn viðmælandi Spegilsins sagði þá væri gjaldþrot Existu svo svakalegt að stóru kröfuhafarnir hljóta að kveinka sér við nauðsynlegar afskriftir þar. Önnur fræg félög sem fóru í nauðasamninga eru Eimskip og Stoðir, áður FL Group. Allir bankarnir lánuðu þessum félögum en eins og einn viðmælandi Spegilsins sagði þá voru félögin svo nátengd hvert sínum banka að nánast mátti tala um dótturfyrirtæki: Exista og Kaupþing, Eimskip og Landsbankinn, FL og Glitnir.

Þar með vill svo til að stórt vandræðabarn hvers banka fær nauðasamning – og bækurnar lokast. Þá fást litlar skýringar á viðskiptum félaganna sem vakið hafa undrun, umræður og tortryggni undanfarin ár. Félaga þar sem ríkar ástæður eru til að spyrja hvort stjórnendur hafi til dæmis gætt hagsmuna allra hluthafa. ‘Sorglegt’, segir einn viðmælandi Spegilsins, ‘hneyksli’ segir annar um þá niðurstöðu að lífeyrissjóðirnir skuli taka, eða sjá sig tilneydda að taka, nauðasamingum.

Öll áðurnefnd félög sem hafa fengið nauðasamninga báru einkenni spilltra félaga. Hvernig sem er í pottinn búið spilltu þau út frá sér eins og rotin epli því þau skekktu eðlilega viðmiðlun í íslensku viðskiptalífi. Það er aldrei útilokað að opinberir aðilar taki félög með nauðasamninga til rannsóknar. En fyrir þá sem vilja draga fram í dagsljósið sem mest af viðskiptum þeirra sem áttu íslensku uppsveifluna eru nauðasamningar hræmulega slæm niðurstaða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: EES og leiðin til aukinnar hagsældar

Björn Jón skrifar: EES og leiðin til aukinnar hagsældar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Ekki tilviljun að Norðurlöndin eru fremst – þjóðkirkjan er í lykilhlutverki

Séra Örn Bárður Jónsson: Ekki tilviljun að Norðurlöndin eru fremst – þjóðkirkjan er í lykilhlutverki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar