fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Þjóðardýrgripir

Egill Helgason
Mánudaginn 17. maí 2010 09:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég sá að Eyþór Gunnarsson skrifaði á Facebooksíðu sína að það gæfi lífinu gildi  í þessum skrítna bransa á Íslandi að spila á tónleikum eins og með Mannakornum á laugardagskvöldið.

Og vissulega voru þetta einstaklega góðir tónleikar.

Magnús Eiríksson er mikill meistari. Í lögum hans er að finna einstaka hlýju, alþýðleika og kímni. Hann náði valdi á því á áttunda áratugnum – sem var raunar mikið blómaskeið tónlistar á Íslandi – að setja góða texta við lögin sín. Textarnir eru á einfaldri og kjarnyrtri íslensku. Þetta eru lög sem allir geta lært, enda eru mörg þeirra þjóðardýrgripir.

Á tónleikunum í Háskólabíói fluttu Mannakorn stórt sýnishorn af lögum Magnúsar. Hljómsveitin var stór: tveir gítarleikarar, Magnús og sonur hans Stefán Már, tveir hljómborðsleikarar, Eyþór Gunnarsson og Þórir Úlfarsson, tveir slagverksleikarar, Benedikt Brynleifsson og Ásgeir Óskarsson, tvær bakraddasöngkonur, Elísabet Eyþórsdóttir og Ragnheiður Helga Pálmadóttir (dætur Ellenar og Eyþórs og Pálma) bassaleikarinn og söngvarinn Pálmi Gunnarsson og söngkonan Ellen Kristjánsdóttir.

Stjarna kvöldsins, fyrir utan Magnús sjálfan, var þó félagi hans til margra áratuga, Pálmi Gunnarsson. Það var eiginlega ekki hægt að sjá annað en að þarna sé kornungur maður á ferð, þrátt fyrir að hárin séu orðin grá; Pálmi keyrði tónlistina áfram með kraftmiklum bassaleik sínum og röddin hefur ekkert gefið eftir með árunum.

Ég hef reyndar alltaf verið veikur fyrir syngjandi bassaleikurum.

1.5947.big


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“