fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Sérstaka sambandið

Egill Helgason
Föstudaginn 14. maí 2010 21:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hið sérstaka samband Bretlands og Bandaríkjanna hefur síðari árin aðallega birst í algjörum undirlægjuhætti bresku stjórnarinnar gagnvart Bandaríkjunum. Harold Wilson mátti eiga að hann vildi ekki senda breska hermenn til Víetnam. En á tíma Thatcher og Blair varð undirgefnin fullkomin.

Utanríkismálanefnd breska þingsins fjallaði um þetta í vetur og hvatti til þess að þetta samband yrði endurskoðað; nefndin varaði við þessu orðalagi og taldi að Bretar þyrftu að sýna Bandaríkjunum meiri mótstöðu á alþjóðavettvangi.

En breskum ráðherrum finnst gaman að fá að koma til Washington og fá myndir af sér með valdamönnum þar og klapp á bakið fyrir hvað þeir eru sérstakir. Svoleiðis mynd var tekin af William Hague og Hillary Clinton í dag.

En ef Bandaríkin eiga í sérstöku sambandi við eitthvert ríki núorðið, þá er það auðvitað Kína – sem í raun heldur bandaríska hagkerfinu gangandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“