fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Framboð sem komast varla að

Egill Helgason
Föstudaginn 14. maí 2010 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir utan Besta flokkinn eru þrjú framboð í Reykjavík – önnur en fjórflokkanna – sem vekja miklu minni athygli.

Það er framboð Frjálslynda flokksins, H-lista Ólafs F. Magnússonar og Reykjavíkurframboðið.

Þessi framboð eiga erfitt með að koma málstað sínum á framfæri – Frjálslyndir hafa kvartað mikið undan því síðustu dagana í ýmsum greinum sem má meðal annars sjá á vef flokksins.

Fjórflokkarnir hafa úr fjármagni að spila til að reka sína kosningabaráttu, og það bætir ekki úr skák að áhugi fjölmiðla á kosningunum er lítill. Þær komast einfaldlega ekki að fyrir öðrum tíðindum sem þykja stærri.

Jón Gnarr er líka eins og aðalleikarinn í kosningunum. Þetta sést vel á framboðsfundum, hinir frambjóðendurnir vita ekki hvernig á að taka honum, hvert orð hans eða svipbrigði draga að sér athyglina.

Hin óhefðbundnu framboðin verða líklega að sætta sig við að vera bara með. Maður sér ekki að Ólafur F. eigi séns, Frjálslyndi flokkurinn geldur fyrir það að nafn hans er skemmt af innanflokksátökum og illdeilum – sem tengjast þó ekki núverandi frambjóðendum í Reykjavík – og Reykjavíkurframboðið samanstendur að talsverðu leyti af gamalþekktum andstæðingum Reykjavíkurflugvallar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“