Alþekkt setning í íslenskri tungu er „meðan húsrúm leyfir“. En stundum er það ekki nóg.
Nú er deilt á að réttarhöld yfir níumenningum sem eru ákærðir fyrir að ráðast inn í Alþingi séu ekki haldin í nógu stórum sal.
Þau fara fram í húsnæði Héraðsdóms – eins og jafnan má eðlilegt telja.
Krafa er uppi um að fundinn verði nógu stór salur. Það er jafnvel talað um brot á stjórnarskrá eða mannréttindabrot í þessu sambandi.
Segjum að þrjú hundruð manns vilji fylgjast með réttarhald – væri þá ráð að halda það í Gamla bíói.
Þúsund manns? Kannski Háskólabíó.
Þrjú þúsund manns? Laugardalshöll.
Tíu þúsund manns? Laugardalsvöllurinn.
Það er kannski ekki ráð nema í tíma sé tekið. Réttarhöld yfir útrásarvíkingum gætu haft feikimikið aðdráttarafl.