Dómstóll í Bretlandi óskar kyrrsetningar á eignum Jóns Ásgeirs og Pálma Haraldssonar út um alla heim.
Það getur varla verið annað en að tími þessara manna í viðskiptum sé algjörlega á þrotum – er þetta spurning um daga eða vikur?
365, Hagkaup, Bónus, Iceland Express – einhver?
Það er ljóst að skilanefnd Glitnis er að láta til skarar skríða gegn klíku Jóns Ásgeirs á mörgum stöðum í einu, í London og New York – og þá er spurning hvað gerist hér heima? Frétta hlýtur líka að vera að vænta hérna.
Af málatilbúnaðinum má ráða að skilanefndin telur að þessi hópur hafi beinlínis framið stórfellt bankarán í Glitni.