fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Þrýst á Óskar að segja upp

Egill Helgason
Þriðjudaginn 11. maí 2010 10:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur að mörgu leyti staðið sig vel sem fréttastjóri Stöðvar 2. Hann hefur byggt upp hóp af ungum og áhugasömum fréttamönnum sem eru óhræddir við að takast á við erfið mál.

Fréttirnar á Stöð 2 hafa batnað mikið undir hans stjórn. Óskar er líklega besti fréttastjóri sem Stöð 2 hefur haft í mörg ár. Hann er forkur duglegur, vinnur með fólkinu á gólfinu eins og sagt er.

Óskar kýs að segja af sér vegna fréttaflutnings sem reyndist vera rangur, eða það er látið í veðri vaka. Það er ákvörðun sem maður getur virt – kannski er verst hvað það tók langan tíma að leiðrétta vitleysuna.

Hins vegar segja heimildir að þrýst hafi verið á Óskar að segja upp og honum boðinn starfslokasamningur. Fréttastofa Stöðvar 2 hefur flutt talsvert af fréttum sem hafa verið óþægilegar fyrir Jón Ásgeir Jóhannesson, eiganda 365. Fyrir skemmstu lét Jón Ásgeir uppi mikla óánægju með vinnubrögð fréttastofunnar.

Ég hef áður bent á það að fréttastofan hefur vissa sérstöðu innan fjölmiðlaveldisins, hún á sér 25 ára sögu, félagið sem hún heyrir undir hefur verið í eigu margra ólíkra manna – sumra hafa verið stóreinkennilegir –  og þar ríkir hefð fyrir ákveðnu sjálfstæði í vinnubrögðum. Slíka hefð er ekki að finna á Fréttablaðinu.

Nýi fréttastjórinn, Freyr Einarsson, hefur haft yfirumsjón með þættinum Íslandi í dag. Hann er ágætur fyrir sinn hatt, sem einhvers konar magasín, en fréttaþáttur er hann ekki. Freyr hefur starfað innan yfirstjórnar 365 – það er ekki sérlega gott veganesti fyrir fréttastjóra sem þarf að geta staðið uppi í hárinu á eigendum fjölmiðilsins.

Það er nefnilega erfið staða fyrir fjölmiðil að vera í eigu manna sem eru aðalfréttaefni samtímans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina