Þetta er eiginlega alveg rosalegt.
Það var mikið kvartað yfir því á sínum tíma – gerði Brynjar Níelsson það ekki – að teknar væru myndir af íslensku bankamönnunum sem lágu undir grun vegna efnhagsbrota.
Nú kemur í ljós að kannski var ekki vanþörf á.
Fyrir fáum árum þáði þessi maður, Sigurður Einarsson, fálkaorðu úr hendi forseta Íslands. Hann var formaður nefndar um hvernig Ísland gæti orðið alþjóðleg fjármálamiðstöð. Nú er hann eftirlýstur af Interpol.