Le Monde fjallar um hugsanlegt forsetaframboð Evu Joly undir fyrirsögninni Forsetakosningar 2012, Eva Joly fyrir Europe Ecologie, nú má fara að trúa því. Greinin birtist 8. maí.
Présidentielle de 2012 : Eva Joly, d’Europe Ecologie, commence à y croire.
Í greininni segir að þessi hugmynd gangi ljósum logum meðal stuðningsmanna Les Verts, Græningja. í Frakklandi. Samkvæmt skoðanakönnun sem birt var í tímaritinu L’Express nýtur Joly 12 prósent meira fylgis en Cécile Duflot, ung kona sem er mjög vinsæll aðalritari Græningja.
Le Monde segir líka að Eva Joly sé til í slaginn, þótt hún taki þessu með „falskri“ hógværð, þrátt fyrir raddir um sem segi að hana vanti reynslu eða að hún sé of hlédræg, þá telji hún sig hæfa til að fara í baráttuna um forsetaembættið, enda hafi lágvær rödd hennar aldrei hamlað því að hún gæti sannfært dómstóla.