fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Ekki crème de la crème

Egill Helgason
Mánudaginn 10. maí 2010 19:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki langt síðan að Jón Ásgeir Jóhannesson var fastagestur í forsetaboðum. Forseti Íslands sníkti far með einkaflugvélum hans og vina hans.

Jón var semsagt í veislum þess sem hefur verið kallað „betra“ fólkið.

Nú er hann búinn að missa allt út úr höndunum á sér, að minnsta kosti í bili, og síðustu fréttir herma að eignir hans á Íslandi hafi verið kyrrsettar.

Það breytir svosem ekki miklu, því menn af þessu tagi passa upp á að setja ekki mikið á kennitöluna sina.

En Jón á ennþá fjölmiðlafyrirtækið 365 – og það virðist vera eina leið hans inn í einhvers konar samkvæmislíf núorðið.

Hann er sjálfur farinn að fara í leiðangra til að kaupa myndefni fyrir sjónvarpsstöðvar sínar, og svo segir DV frá því að hann ætli að skella sér á úrslit American Idol. Þar er hann væntanlega í krafti stöðu sinnar sem eigandi 365.

En þetta er hátt fall. Úr fínustu forsetaveislum í úrslit Idolsins.

Því sú samkoma verður seint talin vera crème de la crème.

Picture-009

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina