„Hjörðin öskar af gleði, fjölmiðlar tútna út af sölulegri vandlætingu, ráðherrar sjá atkvæðin koma til sín, það var engin ástæða til að setja þessa menn inn önnur en PR fyrir Steingrím og Jóhönnu, ömurlegt.“
Þetta skrifar Bubbi Morthens á Facebook síðu sína vegna handtöku Hreiðars Más Sigurðssonar og Magnúsar Guðmundssonar. Annar sem er ósáttur er Hannes Hólmsteinn Gissurarson.
Nú þekkir maður ekki sakarefnin nógu vel til að vita hvort gæsluvarðhaldið er réttlætanlegt eða ekki. Það var allavega samþykkt í héraðsdómi.
En hvað er þetta með snyrtilega menn í jakkafötum? Fólki finnst greinilega annarlegt að sjá slíka menn leidda burt af lögreglu, en það gegnir öðru máli ef þeir væru til dæmis í hettupeysum. Þá heyrir maður ekki neinn kvarta.