Það getur verið að Karl Marx eigi erindi við okkur eins og stendur hér.
En þó ekki fyrr en fólk er búið að lesa Eyjahafið Gúlag eftir Solzhenitsyn.
Fyrst Solshenitsyn – svo geta menn tékkað á Marx og athugað hvernig þeim líkar.
Í nafni marxismans hafa verið framin mörg hryllilegustu glæpaverk mannkynssögunnar. Það er skylt að athuga hvað það er í kenningunni sem kallar slíkt fram; í henni er sterkur hvati til ofbeldis, til að útrýma þeim sem eru ekki af sömu sort og maður sjálfur.
Þá má heldur ekki gleyma að Jósef Stalín var alla tíð sanntrúaður marxisti – jafnvel þótt reynt hafi verið að halda öðru fram – hann taldi hins vegar að Maó væri lélegur marxisti.
Og að jafnaðarstefna var til fyrir tíma Karls Marx.