Eitt það fyrsta sem Davíð Oddsson gerði þegar hann varð bankastjóri Seðlabankans var að láta hækka laun sín verulega, svo hann yrði til dæmis hærri en forseti Íslands.
Fordæmið er greinilega mjög sterkt, því nú vill bankaráð Seðlabankans láta hækka laun Más Guðmundssonar um 400 þúsund krónur á mánuði.
Á þeim forsendum að Már hafi þurft að hafna svo mörgum góðum störfum erlendis þegar hann kom hingað. Það er reyndar sama röksemdin og var notuð í bönkunum áður en þeir féllu, að annars myndu hinir frábæru bankastjórnarmenn bara fara eitthvað annað.
Starfsemi Seðlabankans er með þeim hætti að hér ríkja enn ströng gjaldeyrishöft, verðbólga er hér enn furðu mikil og vextir háir.