Í viðtali mínu við Eirík Bergmann Einarsson í Silfrinu í gær, en þar fjölluðum við um íslenska þjóðernisorðræðu, var minnst á ræðu sem Ólafur Ragnar Grímsson forseti hélt í Los Angeles 5. maí árið 2000. Ræðuna birti ég í heild sinni á vef mínum sem þá var tiltölulega nýstofnaður, en Steingrímur Pálsson, fyrrverandi starfsmaður í fjármálaráðuneytinu, tók sig til og þýddi ræðuna og fékk hana birta í Morgunblaðinu. Svona leit hún út, smellið á myndina til að fá stærri útgáfu: