fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
Eyjan

Dularfulla seðlabankamálið

Egill Helgason
Mánudaginn 3. maí 2010 23:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta mál varðandi launakjör Más Guðmundssonar verður sífellt skrítnara.

Fór ekki í gang mikið ráðningaferli þegar leitað  var að nýjum bankastjóra, með viðtölum og alls kyns mati.

Eða var það bara fyrirsláttur, var þetta allt klæðskerasaumað til að Már gæti fengið embættið? Var ráðning hans þá bara flokkspólitísk?

Og launakjörin ákveðin í samræmi við það?

Það er erfitt að skilja annað af frétt Ríkisútvarpsins:

„Þegar lögum um Seðlabankann var breytt í ágúst í fyrra var lagt fram frumvarp með þessum texta: Kjararáð skal ákveða laun og önnur starfskjör bankastjóra, þ.m.t. rétt til biðlauna og eftirlauna og önnur atriði sem varða fjárhagslega hagsmuni hans.

Þessum texta var síðan breytt, án útskýringa, í meðförum efnahags og skattanefndar og lögin hljóða svona: Kjararáð ákveður laun og önnur starfskjör seðlabankastjóra önnur en rétt til biðlauna og eftirlauna og önnur atriði sem varða fjárhagslega hagsmuni hans sem bankaráðið ákveður.

og það er þetta orðalag „önnur atriði“ sem formaður bankaráðsins ber fyrir sig þegar rætt er um tillöguna sem lögð var fram á fimmtudaginn. En það er líka önnur hlið á þessu máli. Samkvæmt heimildum fréttastofu var gert samkomulag við Má í forsætisráðuneytinu áður en hann tók til starfa, um að hann fengi sambærileg laun og þau sem Sven Harald Oygard fékk þegar hann var bankastjóri Seðlabankans. Tillagan um hækkun launa Más var þannig lögð fram til að efna loforð forsætisráðuneytisins.

Annars lýsir Jenný Anna Baldursdóttir þessu ágætlega á bloggsíðu sinni, hún segir að blakkát hafi færst yfir sig meðan Már var í viðtali í Kastljósi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Tóm leiðindi

Óttar Guðmundsson skrifar: Tóm leiðindi