Lesandi sendi þessar línur um Amagerbank í Danmörku, sjá nánar hérna.
— — —
Danskir bankar eru farnir að nota íslensku leiðina í örvæntingu sinni !
Eða lærðu Íslendingar aðferðina í Danmörku ?
Amagerbank bauð Per Siesbye fagfjárfesti 220 mil. ísl. kúlulán til að kaupa hlutabréf í Amagerbankanum.
Ath. með veð í sömu hlutabréfum.
Leikurinn auðvitað gerður til að styrkja hlutabréf bankans.
Hann segir nei takk við tilboðinu og kærir málið til FME í Danmörku,
FME sendir málið til lögregluyfirvalda og kalla gróft brot.
Hlutabréf í Amagerbank hafa snarhækkað undanfarna 6 mánuði, eftir að hafa verið á barmi gjaldþrots haust 2009.
Ástæðan fyrir þessari snarhækkun er nú augljós, fleiri en Per Siesbye hafa fengið kúlulán.
Kúlulán þvert á móti öllum siðareglum um bankastarfsemi í Danmörku,
og er nú bankinn undir rannsókn lögreglu.
Hefur banki á Íslandi verið kærður til lögreglu fyrir svona starfsemi?
Eða eru lög á Íslandi sem leyfa bönkum að veita kúlulán af þessu tagi?
Bankar í peningaframleiðslu = lána pening sem ekki er til.
Og líta á lán sem eign eftir lánveitinguna !
Og ranglega hækka hlutabréfin.
Þetta er að rústa fjármálakerfi alheimsins !