fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Eyjan

Styrkjahneykslið: Gagnrýni innan úr flokkunum

Egill Helgason
Fimmtudaginn 29. apríl 2010 14:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnmálamenn bíða eftir því að styrkjahneykslið blási yfir. Að það gleymist í hafsjó annarra frétta. Það gerist sjálfsagt með tíð og tíma. En það er ekki komið að því, og það er ljóst að þeir pólitíkusar sem þáðu hæstu styrkina eru mjög laskaðir. Tvær greinar sem birtast í dag taka á þessu. Og það vekur athygli að ádeilan kemur innan úr flokkunum sem eiga í hlut. Höfundur þeirrar fyrri er útvarpsmaðurinn Hjálmar Sveinsson, sem nú er kominn í framboð fyrir Samfylkinguna hér í Reykjavik. Hann segir meðal annars:

Íslenskt samfélag breyttist á örfáum árum í styrkjaþjóðfélag. All í einu var ekkert hægt að gera nema að fá styrki frá Landsbankum eða Baugi. Allt í einu áttum við allt undir velvilja örfárra manna. Það var eins og enginn gæti gengið uppréttur lengur nema að fá styrk frá til dæmis Björgólfi. Þjóðleikhúsið þurfti slíka styrki til að halda áfram að starfa, Listasafn Íslands, Ríkisútvarpið, Frjálsir leikhópar, Morgunblaðið, Kling og Bank-myndlistarhópurinn, ekkjur austur í sveitum, bókútgáfa róttækra ungskálda Nýhil og stjórnmálamenn. All í einu var ekki hægt að vera stjórnmálamaður nema að fá milljónir frá Landsbankanum og FL-Group.

Á tímabili virtust nánast allir þokkalega sáttir við þetta. Það voru ekki gerðar neinar alvarlegar athugasemdir við styrkjapólitíkina í menningargeiranum. Mig minnir að henni hafi verið fagnað. Það var heldur ekki mjög hávær umræða um það meðal almennra kjósenda að það væri stórkostlegt áhyggjuefni hvað flokkar og frambjóðendur eyddu miklu í prófkjör og kosningar. Mig minnir að meiningar hafi fyrst og fremst verið deildar um hver ætti flottustu auglýsingarnar.

Þessir tímar eru vonandi liðnir. Það er samt áhugavert að skoða styrkina svolítið og pólitíkina á bak við þá. Fáeinar spurningar hljóta að vakna. Til að mynda þessi: Afhverju veitti Landsbanki ekki öllum frambjóðendum, sem sóttu um styrk til hans, sömu hóflegu styrkupphæðina? Hefði það ekki verið eðlilegri styrkjapólitík?  Afhverju styrkti Landsbankinn Steinunni Valdísi þrjár og hálfa milljón árið 2006, en Valgerði Bjarnadóttur um tvöhundruð þúsund? Getur verið að það hafi skipt máli að Steinunn Valdís hafði verið borgarstjóri og var áreiðanlega talin leiðtogaefni í flokknum? Og hvernig datt Seinunni Valdísi að sækjast eftir svo miklum peningum frá bankanum, verandi félagi í Jafnaðarmannflokki sem vildi setja lög um styrki til  flokka og frambjóðenda?

— — —

Seinni greinin fjallar um Guðlaug Þór Þórðarson og birtist í Viðskiptablaðinu í dag. Höfundurinn er nafnlaus penni sem kallar sig Tý og hefur skrifað í blaðið í gegnum árin – það má nefna að Viðskiptablaðið er í eigu gallharðra stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins:

image001

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga United
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar