Der Spiegel birtir þetta yfirlit yfir skuldir ríkja í Evrópusambandinu sem hlutfall af landsframleiðslu.
Á hinum alþjóðlega vef tímaritsins er líka grein þar sem er skýrt út hvers vegna Angela Merkel hikaði svo mjög við að taka á vanda Grikklands. Ástæðan eru kosningar til fylkisstjórnar Nordrhein- Westfalen, fremur en að hún sé svona mikil járnkona eins og götublöðin eru farin að skrifa.