Fréttablaðið segir frá því að Árni Páll Árnason og Nick Clegg séu gamlir skólabræður og að þeir haldi ennþá sambandi.
Svo fara menn náttúrlega að velta fyrir sér hvort þetta gæti haft einhver áhrif á Icesave.
Svarið er: Varla.
Málið er í höndum embættismanna í Bretlandi og þeir sem til þekkja segja að það skipti engu máli hvaða ríkisstjórn sé við völd. Flokkarnir þar muni fylgja þeirri stefnu sem þegar hefur verið mörkuð.