fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Eyjan

Frægur sagnfræðingur missir sig á netinu

Egill Helgason
Laugardaginn 24. apríl 2010 11:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orlando Figes er breskur sagnfræðingur sem hefur gert merkilega hluti, og er nú prófessor við Birkbeck College í London.

Hann hefur skrifað þrjár bækur um Rússland og Sovétríkin: A People’s Tragedy, Natasha’s Dance og The Whisperers. Síðasta bókin er saga um líf almennings á Stalínstímanum, byggð á munnlegum heimildum.

En Figes, sem er margverðlaunaður, hefur greiniega ekki verið nógu ánægður með frama sinn. Frægt er hvernig öfund getur nagað og tært í hinum akademíska heimi.

Figes hefur orðið uppvís að því að upphefja sjálfan sig en gera lítið úr keppinautum sínum í athugasemdadálkum vefs bókaverslunarinnar Amazon. Þetta var gert undir dulnefni. Fyrst eftir að þetta kom um var reynt að halda því fram að eiginkona Figes hefði skrifað þessi ummæli, en nú hefur hann neyðst til að viðurkenna að hann var sjálfur höfundurinn.

Um bókina Comerades eftir Robert Service skrifaði Figes – undir dulnefni –  að hún væri „ömurleg, illa skrifuð og leiðinleg aflestrar“. Um Molotov’s Magic Lantern eftir Rachel Polonsky skrifaði hann að það væri einkennilegt að hún hefði nokkurn tíma verið gefin út, hún væri svo tilgerðarleg og full af bókmenntalegum tilvísunum að það væri erfitt að halda þræðinum.

En um The Whisperers eftir sjálfan sig skrifaði Figes að þetta væri heillandi og hrífandi bók sem hreyfði við lesandanum og fyllti lesandann af auðmýkt en lyfti þó anda hans um leið.

Figes hefur nú beðist afsökunar á framferðinu, en þetta þykir álitshnekkir fyrir sagnfræðing sem hefur hingað til átt afar glæsilegan feril.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB