fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Furðuleg flokksstemming

Egill Helgason
Sunnudaginn 18. apríl 2010 19:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Tryggvadóttir benti á athyglisverðan hlut í Silfrinu í dag:

Nefnilega að þeir stjórnmálamenn sem eru að segja af sér (tímabundið) gera það með vísan til flokkshagsmuna. Þeir eru að gera þetta fyrir flokkinn.

En hvað með almenning? spurði Margrét.

Annað þessu tengt. Samfylkingin hélt fund í gær og þar flutti Jóhanna ræðu sem átti að vera einhvers konar uppgjör – niðurstaðan var reyndar að stofna nefnd.

Og síðan hélt Ingibjörg Sólrún óvænt tárþrungna ræðu.

Agnar Kristján Þorsteinsson skrifar um þetta á bloggi sínu:

„Svo stígur Sólrunin upp á svið og tekur ræðuna sem hinn Turninn í íslenskum stjórnmálum átti að taka fyrir ári síðan á sviði Laugardagshallar í stað þess að líkja sér við Krist og drepa einu tilraun þess flokks til iðrunar og uppgjörs með vel miðuðu hnútakasti. Tilfinningahitinn er keyrður upp, Ingibjrg klökk segist iðrast og bera einhverja ábyrgð, biður flokkinn og kjósendur hans afsökunar en virðist ekki hafa leitt hugann í ræðu sinni að hobbitunum sem almenningur kallast og mun þurfa að borga brúsann eftir aðgerðarleysi Turnanna tveggja í aðdraganda Hrunsins.

Svo þegar hún stígur af sviði þá upphefst velgjulegt táraflóð sem minnir mann meir á Opruh Winfrey-þátt heldur en samkomu stjórnmálaflokks.Standandi lófaklappið með tilheyrandi kjánahrolli yfir grátnum dró fram ekki bara fram minningar um Davíð á krossi Laugardagshallar heldur einnig það að sama vandamál foringjadýrkunnar hefur þjáð Samfylkingunna frá því að Sólrúnin lýsti upp með sólu sinni, liðleskjukór já-fólks sem flaut með henni inn í stjórnkerfið án þess að stoppa við á vinnumarkaði þegar útskrift úr háskólapólitíkinni lauk.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi