fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Eyjan

Nýir tímar hjá Landsvirkjun

Egill Helgason
Laugardaginn 17. apríl 2010 08:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki verður betur séð en að Hörður Arnarson, nýr forstjóri Landsvirkjunar, hafi boðað breytingu á stefnu fyrirtækisins á aðalfundi þess í gær.

Í fyrsta sinn er upplýst um raforkuverðið, og það er greinilegt að forstjórinn sjálfur telur það of lágt.

Þarna er ákveðin stefnubreyting í gangi í þá átt að Landsvirkjun verði markaðsfyrirtæki en ekki bara framleiðslufyrirtæki. Að það láti ekki bara ríkisstjórnir um að útvega sér kaupendur að raforku, heldur reyni sjálft að finna kaupendur sem eru tilbúnir að borga hátt verð.

Liður í þvi er, eins og Hörður segir, að leggja sæstreng til Evrópu. Með því er ekki bara hægt að selja raforku inn á hinn stóra Evrópumarkað, heldur gæti líka verið hægt að mynda þrýsting á álfyrirtækin að greiða hærra verð fyrir orkuna.

Það vekur athygli í því sambandi að Hörður á sér forsögu í viðskiptalífinu, hann var áður forstjóri hjá Marel, er doktor í verkfræði – en ekki aflóga pólitíkus eins og tíðkast hefur að setja í svona djobb á Íslandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

María Rut Kristinsdóttir: Á óttaslóðum

María Rut Kristinsdóttir: Á óttaslóðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Kjarnorka á Austfjörðum – eða vindmyllur á hálendinu?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Kjarnorka á Austfjörðum – eða vindmyllur á hálendinu?