Eftir Kastljós gærkvöldsins er nánast óhugsandi að Ásbjörn Óttarsson sitji áfram í þingmannanefndinni sem tekur við skýrslunni um hrunið.
Þær skýringar hans að hann hafi ekki vitað að arðgreiðslurnar væru ekki í lagi duga ekki.
Það er ekki sannfærandi málflutningur að segja að maður sé rati þegar svona mál er annars vegar.
Ásbjörn hefur líka starfað innan íslenska kvótakerfisins þar sem flækjustigið er mjög hátt.
Í síðasta Silfri var í viðtali hjá mér Þorvaldur Logason sem hefur verið að rannsaka spillingu í íslensku samfélagi.
Viðtalið er að finna hérna.