fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Við áramót

Egill Helgason
Fimmtudaginn 31. desember 2009 11:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég verð að viðurkenna að mér leiðast frekar upprifjanir og nenni sjaldnast að fylgjast með þeim.

Hvað er að rifja upp frá árinu sem er að líða?

Icesave – nú það er ennþá á dagskrá? Ólafur Ragnar er ekki búinn að skrifa undir.

Skuldastöðu þjóðarinnar – fyrirtækjanna og heimilanna?

Nú við áramót finnst manni umræðan í samfélaginu vera þung, þrúgandi og vænisjúk.

Það er spurning hvort þetta breytist með hækkandi sól.

Ég mundi samt ekki veðja á það. Framundan er birting skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis – og átök um hana. Maður vonar að skýrslan verði ekki of loðmulluleg. Það er nauðsyn að rannsóknarnefndin tali skýrt. Samt er óhjákvæmilegt að fari í gang alls konar spuni þegar hún birtist; sumir eru meira að segja komnir í stellingar.

Þá taka við samningaviðræðurnar við Evrópusambandið. Um þær verður varla neinn friður. Það gæti svo stefnt í þjóðaratkvæðagreiðslu á þarnæsta ári. Á fyrri hluta þessa árs munu fylkingarnar með og á móti skipuleggja sig. Manni sýnist að neifylkingin sé miklu harðsnúnari – nema jámenn hafi ákveðið að bíða af sér Icesave og ætli þá að kveikja á vélunum.

Eftir Icesavemálið óttast maður hér búi þverklofin þjóð – og að umræðan um ESB-aðildina verði hreinlega óbærileg. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig stjórnmálaflokkarnir ætla að taka á því máli.

Það eru bæjar- og sveitastjórnarkosningar í maí. Ég spái því að áhuginn á þeim verði í algjöru lágmarki.

Að svo búnu óska ég lesendum þessarar vefsíðu gleðilegs árs? Það stefnir í falleg, tungl- og stjörnubjört áramót. Njótið þeirra.

Læt fylgja með myndband. Þetta er gjarnan sýnt í sænska sjónvarpinu við áramót. Abba við píanóið – Happy New Year. Þetta er fallegur heimur.

[youtube=http://www.youtube.com/watch?v=dcLMH8pwusw]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Svandís hættir sem formaður VG

Svandís hættir sem formaður VG
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?