Sænska sjónvarpið var að sýna úrval úr tuttugu og fimm ára afmælistónleikum Hall of Fame sem haldnir voru í Madison Square Garden í New York í lok október. Meðan íslenska sjónvarpið sýndi atkvæðagreiðslu um Icesave.
Þetta var eiginlega ekki keppni – við héldum okkur við tónlistina.
Stórkostlegan flutning Simon & Garfunkel á Sounds of Silence, The Boxer og Bridge Over Troubled Water.
Ég velti fyrir mér með þessa karla. Þeir flytja gömlu lögin, sem þeir voru kannski orðnir leiðir á í eina tíð, af mikilli innlifun. Vita kannski að tækifærunum til að flytja þau fer fækkandi?
Hvað verður um músíkina eftir þeirra dag?
Garfunkel er ennþá með sína dásamlega fallegu tenórrödd.
Mick Jagger söng Gimme Shelter með U2. Dúndurflott útgáfa.. Kannski var karlinn svona glaður vegna þess að Black Eyed Peas dísin Fergie dansaði í kringum hann, svarthærð og svartklædd.
Bruce Springsteen, Patti Smith og U2 að syngja Because the Night. Og Blly Joel og Bossinn með Born to Run.
Sam Moore (Sam & Dave) að syngja Hold On og Soul Man með Bruce Springsteen.
Sting með Jeff Beck í Curtis Mayfield laginu People Get Ready – og með Stevie Wonder í Higher Ground.
Og Jeff Beck og Buddy Guy – að rifja upp nokkra Hendrix takta.
B.B. King með Stevie Wonder í The Thrill is Gone
Ozzy með Metallica að syngja – æ, hvað heitir það Black Sabbath lagið?
En við sáum ekki Jerry Lee Lewis, Aretha Franklin, Jackson Browne, Lou Reed, Ray Davis – eða Crosby, Stills & Nash að syngja harmóníur með Paul Simon.
Þarf að sýna hér i sjónvarpi hið fyrsta.