fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Pólitík á framfæri stórfyrirtækja

Egill Helgason
Fimmtudaginn 31. desember 2009 00:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skýrsla ríkisendurskoðunar um styrki til stjórnmálaflokkanna er býsna sláandi. Líka vegna þess að það vantar mikið í hana, það vantar til dæmis sundurliðun á því hvaðan Sjálfstæðisflokkurinn fékk peninga. Sá flokkur virðist líka einungis birta þá styrki sem koma í gegnum flokkskrifstofuna, það vantar flokksfélögin.

En það er ljóst að stórfyrirtæki hafa borgað stórar fjárhæðir til flokkanna.

Sjálfstæðisflokkurinn fær 330 milljónir í styrki á árunum 2002-2006, þetta er ekki sundurgreint en þó má þarna greina umtalaða risastyrki frá FL-Group og Landsbankanum.

Styrkirnir til Framsóknar og Samfylkingar eru sundurliðaðir og þá sér maður svolítið hvernig mynstrið í þessu er.

Hjá Framsókn sem fékk 180 milljónir alls frá lögaðilum á þessu tímabili, hæstu styrkirnir eru:

KB banki – 13,6 milljónir, þar af 11 milljónir árið 2006.
Baugur – 10,1 milljónir, þar af 8 milljónir árið 2006.
Eykt – 5 milljónir
Fons – 8 milljónir

Hjá Samfylkingu sem fékk 151 milljón frá lögaðilum á tímabilinu, hæstu styrkirnir eru:

KB banki – 13,5 milljónir, þar af 11,5 milljónir árið 2006.
Landsbankinn – 9,5 milljónir, þar af 8,5 milljónir árið 2006.
FL Group – 8 milljónir
Actavis – 5,8 milljónir, þar af 5,5 milljónir 2006.
Íslandsbanki – 6 milljónir

Vinstri grænir þáðu 30 milljónir í styrki á þessu tímabili, en í uppgjöri þeirra er ekki tilgreint hvaðan styrkirnir komu.

Þá er merkilegt að skoða styrki til einstakra stjórnmálamanna. Til dæms má sjá að Steinunn Valdís Óskarsdóttir þiggur 3 og hálfa milljón frá Landsbankanum á árunum 2006 til 2007, llugi Gunnarsson þiggur 3 milljónir frá Exista vegna prófkjörs og Guðlaugur Þór Þórðarsson fær alls 25 mlljónir í styrki vegna prófkjörs en ekki er gefið upp hvaðan þeir koma. Þar er stærsti styrkurinn upp á 2 milljónir.

Skýrslur ríkisendurskoðunar um málið er að finna hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Svandís hættir sem formaður VG

Svandís hættir sem formaður VG
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?