Skýrsla ríkisendurskoðunar um styrki til stjórnmálaflokkanna er býsna sláandi. Líka vegna þess að það vantar mikið í hana, það vantar til dæmis sundurliðun á því hvaðan Sjálfstæðisflokkurinn fékk peninga. Sá flokkur virðist líka einungis birta þá styrki sem koma í gegnum flokkskrifstofuna, það vantar flokksfélögin.
En það er ljóst að stórfyrirtæki hafa borgað stórar fjárhæðir til flokkanna.
Sjálfstæðisflokkurinn fær 330 milljónir í styrki á árunum 2002-2006, þetta er ekki sundurgreint en þó má þarna greina umtalaða risastyrki frá FL-Group og Landsbankanum.
Styrkirnir til Framsóknar og Samfylkingar eru sundurliðaðir og þá sér maður svolítið hvernig mynstrið í þessu er.
Hjá Framsókn sem fékk 180 milljónir alls frá lögaðilum á þessu tímabili, hæstu styrkirnir eru:
KB banki – 13,6 milljónir, þar af 11 milljónir árið 2006.
Baugur – 10,1 milljónir, þar af 8 milljónir árið 2006.
Eykt – 5 milljónir
Fons – 8 milljónir
Hjá Samfylkingu sem fékk 151 milljón frá lögaðilum á tímabilinu, hæstu styrkirnir eru:
KB banki – 13,5 milljónir, þar af 11,5 milljónir árið 2006.
Landsbankinn – 9,5 milljónir, þar af 8,5 milljónir árið 2006.
FL Group – 8 milljónir
Actavis – 5,8 milljónir, þar af 5,5 milljónir 2006.
Íslandsbanki – 6 milljónir
Vinstri grænir þáðu 30 milljónir í styrki á þessu tímabili, en í uppgjöri þeirra er ekki tilgreint hvaðan styrkirnir komu.
Þá er merkilegt að skoða styrki til einstakra stjórnmálamanna. Til dæms má sjá að Steinunn Valdís Óskarsdóttir þiggur 3 og hálfa milljón frá Landsbankanum á árunum 2006 til 2007, llugi Gunnarsson þiggur 3 milljónir frá Exista vegna prófkjörs og Guðlaugur Þór Þórðarsson fær alls 25 mlljónir í styrki vegna prófkjörs en ekki er gefið upp hvaðan þeir koma. Þar er stærsti styrkurinn upp á 2 milljónir.
Skýrslur ríkisendurskoðunar um málið er að finna hérna.