fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Forseti tekst á við Icesave og arfleifðina

Egill Helgason
Fimmtudaginn 31. desember 2009 13:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er rétt hjá Andra Geir.

Um leið og forseti Íslands brýtur heilann um Icesave er hann að takast á við sitt stóra núll.

Þá staðreynd að hann varð að stóru núlli eins og svo margt á Íslandi eftir hunið. Bankar, fjármálamenn, stjórnmálamenn, stofnanir.

Um leið segi ég eins og ég hef gert áður að Ólafur Ragnar hlýtur að neita lögunum staðfestingar.

Annað er í hróplegu ósamræmi við málflutning hans á tíma fjölmiðlamálsins, þegar hann talaði um gjána milli þings og þjóðar.

Og yfirlýsingu hans frá því í byrjun september þegar hann skrifaði undir lög um Icesave og vísaði sérstaklega til fyrirvara sem Alþingi hafði sett.

Ef Ólafur Ragnar neitar að skrifa undir verður hann aftur miðpunktur athygli á Íslandi. Þá mun hann eignast nýja og jafnvel óvænta bandamenn.

Og þá mun hann, gamli formaður Alþýðubandalagsins,  líklega fella hreinræktuðustu vinstri stjórn í sögu Íslands.

En ef hann skrifar undir er hætt við að hann verði það sem kallast lame duck forseti þangað til kjörtímabili hans lýkur eftir tvö og hálft ár.

Þannig að þetta snýst ekki bara um Icesave – heldur líka um pólitíska arfleifð Ólafs Ragnars Grímssonar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Svandís hættir sem formaður VG

Svandís hættir sem formaður VG
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?