fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Ár til einskis

Egill Helgason
Fimmtudaginn 31. desember 2009 16:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Geir Eyjólfsson, stjórnmálafræðingur og blaðamaður, skrifar mjög umhugsunarverðan pistil á Pressuna undir yfirskriftinni Ár til einskis. Greinina þarf að lesa í heild sinni, meðal annars það sem Magnús segir um þingheim,  en hérna er niðurlag hennar:

— — —

„Sem færir mig að næsta atriði sem er viðhorfið gagnvart umheiminum. Nú virðist það vera orðin viðtekin skoðun að hrunið sé eitthvað sem Ísland lenti í vegna óbilgirni annarra þjóða. Hver einasti vottur af sjálfskoðun, sem var svo ríkjandi í upphafi árs, er með öllu horfinn. Nú er útlendingum blótað og heimtað blóð útrásarvíkinga, en það virðist enginn tilbúinn að skoða rækilega hvað fór raunverulega úrskeðis hér á Íslandi.

Icesave málið hefur þar ekki hjálpað. Það var illa haldið á því máli, bæði af hendi stjórnar og stjórnarandstöðu. Sjálfur skipti ég ítrekað um skoðun, því ég óttast bæði afleiðingarnar á því hvað gerist ef við borgum, sem og ef við borgum ekki. Tíminn einn mun leiða það í ljós en ég, ásamt þorra landsmanna þori ég að fullyrða, er fyrst og fremst feginn að þetta mál skuli vera búið. Ég held þó að við höfum valið réttu leiðina.

Það er vonandi að þingmenn noti áramótin til að íhuga rækilega hvað þeir geta gert til að gera Ísland bærilegt á ný. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis verður vonandi til þess að hér fari fram almennileg hreinsun. Það, ásamt holskeflu mála sem eru væntanleg frá sérstökum saksóknara, er að mínu mati síðasta haldreipi þjóðarinnar sem þráir uppgjör við fortíðina. Staðreyndin er sú að ástandið er ekki jafnslæmt og við óttuðumst í fyrstu. En á meðan þetta uppgjör hefur ekki farið fram, kemst þessi þjóð aldrei úr sporunum. Að sleppa því væri eins og að gefa íbúfen við heilaæxli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Svandís hættir sem formaður VG

Svandís hættir sem formaður VG
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?