fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Háskalegt líf í pólitíkinni

Egill Helgason
Miðvikudaginn 30. desember 2009 11:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir eru sammála um að nú sé komið að ögurstund í Icesave málinu. Það sé ekki eftir neinu að bíða lengur. Ögmundur Jónasson sagði fyrir jól að málið væri útrætt.

Það er ekki hægt að eyða meiri tíma í þetta í sölum Alþingis.

Ef menn telja að það sé nauðsynlegt verður að færa Svavar Gestsson á fund þingmanna.

En tíminn er á þrotum. Réttast væri að loka þingheim inni, hafa fundi yfir hátíðarnar – ef ekki vill betur til.

Maturinn í mötuneyti þingsins er víst svo góður að þingmenn þurfa ekki að þola sult.

Niðurstaða verður að fást, hvort sem málið verður samþykkt eður ei.

Nú virðist þetta hanga á atkvæðum Ásmundar Einars Daðasonar, formanns Heimssýnar, og Þráins Bertelssonar – þeirra atkvæði vega þungt í dag. Þeir geta bjargað ríkisstjórninni, eða fellt hana.

Og þá kemur til kasta Ólafs Ragnars Grímssonar. Ég hef áður sett fram þá skoðun að miðað við fyrri framgöngu hans í embætti og yfirlýsingar hans sé honum varla stætt á öðru en að neita að skrifa undir lögin.

Þá yrði líf stjórnarinnar aftur í tvísýnu. Það er hættulegt lífið í pólitíkinni þessa dagana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Age Hareide er látinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Svandís hættir sem formaður VG

Svandís hættir sem formaður VG
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?