Vandi Morgunblaðisins þessa dagana er að sem fjölmiðill hefur það fremur lítinn trúverðugleika.
Skotin sem þaðan koma eru eins og bjúgverplar sem skjótast út, snúa við og hæfa aðalritstjórann beint aftur.
Það má nefna mörg dæmi, til dæmis þetta:
Þegar hinn nafnlausi höfundur Staksteina liggur Þráni Bertelssyni á hálsi fyrir að þiggja heiðurslaun listamanna. Þessa gusu fær Þráinn vegna þess að hann kýs öðruvísi en ritstjóranum þóknast í Icesave málinu.
Þetta er sami skríbent og lét semja heilan eftirlaunabálk kringum sjálfan sig – og fékk pólitíkska undirtyllu sína til að hækka laun seðlabankastjóra þegar hann fór inn í bankann, svo hann yrði örugglega með hærra kaup en forseti Íslands.