Það má segja að Jón Sigurðsson hafi skapað athyglisvert fordæmi þegar hann hætti sem viðskiptaráðherra. Árið 1993 fór Jón beint úr ráðuneytinu yfir í Seðlabankann.
Má orða það svo að hann hafi skipað sjálfan sig.
Svo gengu fleiri á lagið.
Finnur Ingólfsson fór sömu leið úr viðskiptaráðuneytinu í Seðlabankann í lok árs 1999.
Skipaði sjálfan sig.
Og svo kom Davíð Oddsson beint úr utanríkisráðuneytinu í Seðlabankann 2005. Það þarf ekki að velkjast í vafa um hvort hann skipaði sjálfan sig.
Góður maður sem ég þekki kallar þetta „sjálfsskipunarhefðina“.