Í vefritinu Herðubreið mátti lesa um skipun Jóns Sigurðssonar sem stjórnarformanns Íslandsbanka, að það hafi gerst að hinir nýju eigendur bankans –
„þrautreyndir alþjóðlegir bankamenn allir saman – leituðu að stjórnarformanni fyrir bankann“.
Í fréttum Stöðvar 2 var hins vegar upplýst að erlendu eigendurnir komu hvergi nálægt þessu heldur hafi Jón skipað Árna sem síðan skipaði Jón og sjálfan sig að auki.