fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Tækni og óheft græðgi

Egill Helgason
Mánudaginn 28. desember 2009 16:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Fréttablaðinu stendur að ég hafi eytt jólunum í ritdeilu við prófessor í Háskólanum vegna kvikmyndarinnar Avatar.

Ojæja.

Ég skrifaði litla grein, það tók mig svona kortér. Tókst samt að komast í fjögur jólaboð.

Prófessorinn setti saman texta þar sem hann komst að þeirri niðurstöðu að frumbyggjar plánetunnar Pandóru í mynd James Camerons hefðu verið betur settir ef þeir hefðu haft kvótakerfi að forskrift Ragnars Árnasonar.

Magnús Sveinn Helgason sem heldur úti bloggsíðunni Freedom Fries gerir þessu miklu betri skil í grein sem hann setti á vefinn hjá sér í gær.

Magnús segir meðal annars:

„Þetta er allt hið merkilegasta mál. Aðallega vegna þess að ég held að Egill hafi haft á réttu að standa: Hannes hefur misskilið kvikmyndina fullkomlega. Og það sem er eiginlega skríngilegra, þá virðist hann hafa misskilið eignarréttinn og hvað hann hefur með aðstæður á hinni ímynduðu plánetu Pandóru að gera.

Boðskapur kvikmyndarinnar er ekki að “tækni sé óvinur náttúrunnar, eyðingarafl.” Boðskapur kvikmyndarinnar er að óheft græðgi sé slæm, að það sé ljótt að ræna fólk og hrekja fólk frá heimilum sínum með vopnavaldi. Boðskapurinn er líka að heimurinn bjóði upp á fleira en peninga, að það sé einhver dýpri sannleikur sem tengi sköpunarverkið allt saman.

Málaliðaher námafyrirtækisins sem vill hrekja hina innfæddu á flótta og drepa þá, til þess eins að komast yfir náttúruauðlindir plánetunnar, er vissulega tæknivæddur. En það er ekki tæknin sem gerir málaliðaherinn vondan, heldur hitt, að málaliðarnir vilja drepa saklaust fólk. Það er ekkert í myndinni sem bendir beinlínis til þess að Cameron vilji einhvernveginn draga upp þá mynd að tækni í sjálfu sér, sé vond.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið