Björn Þór Sigbjörnsson skrifar leiðara í Fréttablaðið og bendir á að það sé tuttugu félaga flækja milli íbúða sem Íslendingar keyptu í Kína og þeirra sem stóðu að kaupunum á þeim:
— — —
„Vafningur hét félag. Það keypti annað félag að nafni SJ Properties MacauOneCentral HoldCo ehf. af SJ-fasteignum. SJ Properties MacauOneCentral HoldCo ehf. átti Drakensberg Investment Ltd. sem átti fjárfestingarverkefnið One Central sem fólst í kaupum á 68 íbúðum í byggingunni Tower 4 í Makaó í Kína. Sjóvá átti SJ-fasteignir. Milestone átti Sjóvá. Eigendur Vafnings voru SJ2, Skeggi og Máttur. Sjóvá og bræðurnir Karl og Steingrímur Wernerssynir áttu SJ2. Bræðurnir áttu Sjóvá í gegnum félag sitt Milestone. Skeggi var í eigu SJ2, Hrómundar, Hafsilfurs, BNT og Sátts. Einar Sveinsson átti Hrómund, Benedikt Sveinsson átti Hafsilfur. Þeir Sveinssynir áttu bróðurpart BNT sem aftur átti N1. Guðmundur Ólason, forstjóri Milestone, átti Sáttan. Máttur var í eigu SJ2, Hrómundar og Hafsilfurs. Einar Sveinsson og Karl Wernersson voru stórir hluthafar og stjórnarmenn í Glitni: Karl í gegnum félagið Þátt International og Einar í gegnum Hrómund og í eigin nafni. Glitnir lánaði Milestone til að kaupa Sjóvá. Sjóvá lánaði Vafningi til að kaupa SJ Properties MacauOneCentral HoldCo ehf.“