Ég ætla að lauma hérna inn tveimur poppuðum jólalögum sem mér finnst frábær. Aðallega til að efla jólaskapið – og svo er aukabónus að ergja þá sem verða mjög fúlir ef maður setur inn eina og eina færslu sem ekki fjallar um Icesave.
Hér er George Michael með Last Christmas. Sérlega flott jólalegt bít í þessu lagi. Og Michael er frábær söngvari. Ég ætla ekki að skammast mín fyrir að finnast þetta ferlega skemmtilegt. Kemur mér í jólaskap, ef það er ekki spilað alltof snemma á árinu.
[youtube=http://www.youtube.com/watch?v=3354flS1KJs]
Og svo er hérna stórgóður flutningur Pálma Gunnarssonar á lagi eftir Magnús Eiríksson, Gleði- og friðarjól. Í þessu lagi er að finna þennan galdur sem gerir Mannakorn að svo frábærri sveit hjá Magnúsi og Pálma, einhver innileiki og hlýja. Myndirnar við þessa YouTube útgáfu eru dálítið út úr kú, en ég fann ekki annað.
[youtube=http://www.youtube.com/watch?v=bIHw2eYq6o0]
Svo er ég reyndar haldinn þeim misskilningi að Kind of Blue eftir Miles Davis sé jólaplata. Kannski af því hún er svona cool? Dreg hana alltaf fram á aðfangadag og spila, sérstaklega þennan ópus. Flamenco Sketches. Það eru John Coltrane og Cannonball Adderley sem leika á saxafónana, en ekki ómerkari maður en Bill Evans samdi lagið með Miles. Sá sem klippti saman þetta myndskeið setur lagið líka inn í vetrarumhverfi.
[youtube=http://www.youtube.com/watch?v=4KJE3a0pR2w]